top of page
stafraen-velf-an-gr.png

Er tæknin að taka yfir í þínu lífi?

Áttu erfitt með að halda athygli? Vantar þig meiri tíma í daginn? Pantaðu fyrirlestur hjá Stafrænni velferð og lærðu að taka stjórn á stafræna lífi þínu, barnanna þinna eða starfsmanna.

Origo_Lit6_edited.jpg

Um mig

Ég heiti Anna Laufey. 

Ég er tölvunarfræðingur, app forritari, fjögurra barna móðir og já, ég verð að viðurkenna, snjallsímafíkill.

 

Ég hef unnið við þróun smáforrita (öpp) í áratug, sem hefur veitt mér dýrmæta innsýn í hvernig tæknin hefur áhrif á daglegt líf okkar og hvernig hún mótar samskipti okkar og venjur.

 

Sem móðir hef ég fylgst grannt með því hvernig snjalltæki og samfélagsmiðlar hafa áhrif á andlega líðan, daglegt líf og þroska barnanna minna.

Sem snjallsímafíkill hef ég sjálf þurft að taka til ýmissa ráðstafana til að endurheimta þá athygli og tíma sem ég hafði áður varið í samfélagsmiðla, símaleiki og fréttamiðla. 

Í dag held ég fyrirlestra fyrir foreldra, börn og starfsmenn fyrirtækja þar sem ég fjalla um áhrif snjalltækja og samfélagsmiðla, fyrst og fremst á börn og unglinga, en einnig á fullorðna og samfélagið í heild.

 

Ég tel að það sé mikilvægara en nokkru sinni fyrr að við, sem samfélag, náum aftur stjórn á lífi okkar, endurheimtum tímann okkar og verndum athyglina frá stöðugu áreiti tækninnar.

Fyrirlestrar í boði

Playing on Phones

Stafræn velferð barna
Foreldrafyrirlestur

Foreldrar standa frammi fyrir meiri áskorunum en áður þegar kemur að því að setja reglur og mörk varðandi notkun barna á snjalltækjum og samfélagsmiðlum.

Það er mikið álag á foreldrum í dag, og erfitt er að finna út hvað ber að varast á netheimum. 

Í fyrirlestrinum er fræðsla um þær aðferðir sem tæknifyrirtæki nota til að halda athygli okkar og barnanna okkar í leikjum og samfélagsmiðlum, hvað ber að varast og hvaða leiðir foreldrar hafa til að stuðla að heilbrigðu jafnvægi í skjánotkun.

Fyrirlestrarnir henta vel fyrir öll foreldrafélög, bókasöfn, ráðstefnur og íþróttafélög.

In the Classroom

Að alast upp í stafrænum heimi  Heimsóknir í skóla

Börn í dag alast upp í stafrænu umhverfi sem er gjörólíkt því sem fyrri kynslóðir þekktu. Með þennan fyrirlestur heimsæki ég skóla og fjalla með nemendum um mikilvæg viðfangsefni eins og reiknirit (algorithma), gervigreind, samfélagsmiðlastjörnur, tölvuleiki og rökhugsun.

 

Markmiðið er að vekja nemendur til umhugsunar um hvernig tækni og samfélagsmiðlar hafa áhrif á þeirra daglega líf og hjálpa þeim að átta sig á hvernig þau geta verið meðvitaðir notendur.

 

Við förum einnig yfir kosti og galla tækninnar, slaufunarmenningu, áhrif auglýsinga og hvernig falsfréttir dreifast.

 

Fyrirlestrarnir eru sérsniðnir fyrir öll stig grunnskóla, frá yngstu nemendum til þeirra eldri og henta einnig vel fyrir framhaldsskóla.

 Young Woman Contemplating

Stafrænt áreiti á vinnustað  Fyrirtækjafyrirlestur

Starfsmenn eiga í auknum mæli erfitt með að einbeita sér í vinnunni og margir glíma við einkenni kulnunar.

 

Yfirmenn kvarta í sífellt meira mæli yfir því að starfsfólk sé fast yfir símum og samfélagsmiðlum á vinnutíma og þar sem áður voru líflegar samræður á kaffistofunni, sitja nú flestir í sínu horni og stara á skjáinn.

 

Í þessum fyrirlestri verður fjallað um tæknilegt áreiti, áhrif fjölverkavinnslu (multitasking) og hvernig fjarvinna og snjalltæki geta truflað mörkin milli vinnu og einkalífs. Fyrirlesturinn er hannaður til að veita bæði starfsfólki og stjórnendum innsýn í leiðir til að endurheimta einbeitingu, bæta vinnuvenjur og skapa heilbrigðara starfsumhverfi. Einnig verður fjallað um úrræði og lausnir til að ná jafnvægi í tækninotkun og stuðla að bættri heilsu og vellíðan.

 

Þessi fyrirlestur hentar fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum.

Using Mobile Phones_edited.jpg
bottom of page